Innlent

Sex loðnuskip leita að loðnu norður af landinu

Sex loðnuskip héldu úr höfn í nótt til leitar og veiða norður af landinu og annar eins fjöldi munu bætast í hópinn á næstu dögum, auk þess sem hafrannsóknarskip heldur til leitar í dag.

Loðnuskipin munu hefja leit samkvæmt skipulagi leiðangursstjóra hafrannsóknaskipsins, en mikið er í húfi að vel takis til því búist er við að heimilt verði að veiða á milli 300 til 400 þúsund tonn á vetrarvertíðinni. Sá afli myndi skila hátt í 20 milljörðum króna í útflutningsverðmæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×