Innlent

Fjögurra bíla árekstur - mikil hálka á vegum úti

Árekstur.is.
Árekstur.is.
Fjögurra bíla árekstur varð um hádegisbilið í dag á Hafnarfjarðarvegi. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is þá er nær öruggt að óhappið megi rekja til hálku á veginum.

Það hefur fryst nokkuð í morgun og því er talsverð hálka á á stofnbrautum eins og Kringlumýrabraut og Miklubraut.

Enginn slasaðist í árekstrinum sem átti sér stað eftir að fimmti bíllinn ók á vegrið á Hafnarfjarðarveginum sem leiddi af sér fyrrnefndan árekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×