Innlent

Oddný ekki komin með aðstoðarmann

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. mynd úr safni
Oddný G. Harðardóttir, nýskipaður fjármálaráðherra, er ekki búin að finna sér aðstoðarmann, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.

Talið er líklegt að hún finni sér aðstoðarmann á næstu dögum en hún tók við lyklavöldum í ráðuneytinu á Gamlársdag.

Oddný tekur við ráðherrastólnum af Steingrími J. Sigfússyni, sem nú er orðinn sjávarútvegs, landbúnaðar, efnhags, og viðskiptaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×