Innlent

Óvíst hvort nemendur geti komist í hverfisskólann

LVP skrifar
Nemendur á leið í framhaldskóla næsta haust geta ekki gengið að því vísu að komast í sinn hverfisskóla þar sem innritunarreglum verður breytt vegna athugasemda frá Umboðsmanni Alþingis.

Umboðsmaður Alþingis telur mennta- og menningarmálaráðherra ekki hafa stuðst við fullnægjandi lagagrundvöll þegar innritunarreglum framhaldsskólanna var breytt árið 2010. Reglunum var þá breytt þannig að fjörutíu og fimm prósent lausra plássa í framhaldsskólum eru nú tekin frá fyrir nemendur sem koma úr grunnskólum í nágrenni hvers skóla.

Tveir nemendur í tíunda bekk grunnskóla leituðu til umboðsmanns Alþingis þar sem þeir töldu að þessar nýju reglur fela í sér mismunun á grundvelli búsetu og brjóta í bága við jafnræðisreglur.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir innritun hafa gengið vel eftir að reglunum var breytt. Árið 2011 fengu allir nýnemar skólavíst og tæp 87% þeirra í skóla er þeir völdu númer eitt. Katrín segir að núna verði þetta fyrirkomulag endurskoðað bæði fyrir næstu innritun og líka til lengri tíma litið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×