Innlent

Lýst eftir vitnum að innbroti

Lögreglan á Selfossi.
Lögreglan á Selfossi.
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um innbrot og þjófnað í sumarbústað við Sogsbakka í fyrrdag. Bústaðurinn stendur á milli Ljósafossvirkjunnar og Steingrímsstöðvar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Atvikið hefur líklega átt sér stað á tímabilinu frá 18. desember síðastliðinn til 2. janúar. Þjófurinn, eða þjófarnir, stálu Philips flatskjá, fartölvu og ýmsum öðrum munum.

Þeir fóru um bústaðinn og ollu þar nokkru tjóni á innanstokksmunum. Ógreinileg skóför voru í snjónum við húsið, en fennt hafði í þau, svo líkur eru á að einhverjir dagar hafi liðið frá innbrotinu þar til það uppgötvaðist.

Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar um innbrotið að hafa samband í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×