Innlent

Ljósmyndabók ársins hjá Time magazine prentuð hjá Odda

Arnar Árnason, markaðsstjóri Odda, með bókina góðu.
Arnar Árnason, markaðsstjóri Odda, með bókina góðu.
Ein þeirra bóka sem var í hópi ljósmyndabóka ársins hjá Time magazine, er prentuð á Íslandi, nánar tiltekið hjá prentsmiðjunni Odda. Að sögn Arnars Árnasonar, markaðsstjóra Odda, hefur það færst mikið í aukana að Oddi sinni prentun fyrr Bandaríkjamarkað. Hann segir að veltan í slíkum verkefnum hafi tvöfaldast á milli áranna 2010 og 2011 sem sé spennandi þróun. „Oddi hefur prentað mikið af listaverka- og ljósmyndabókum og á meðal nýlegra verkefna var til dæmis stór sýningarskrá fyrir Guggenheim listasafnið, en við erum sérstaklega stolt af þessari ljósmyndabók" bætir Arnar við.

Bókinsem um ræðir hefur fengið mikið lof, en hún heitir „The Amnesia Pavillions„ og er eftir Nicholas Muellner en þar beinir hann sjónum sínum að litlu þorpi í austur-Síberíu sem hann heimsækir aftur eftir 17 ára fjarveru. Bókin segir frá leit höfundar að horfnum vini. Í bakgrunni blasa svo við þær gríðarlegu breytingar, bæði menningarlegar og efnahagslegar, sem íbúar Síberíu hafa gengið í gegnum undanfarin ár. Útgefandinn er A-Jump Books.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×