Innlent

Stefna á að mynda þúsund barna keðju í kringum Reykjavíkurtjörn

Strákur á hjóli á Reykjavíkurtjörn
Strákur á hjóli á Reykjavíkurtjörn mynd úr safni
Barnaheill - Save the Children á Íslandi mun á laugardaginn ýta úr vör átakinu Heillakeðja barnanna 2012 sem verður í gangi allt árið og er ætlað að vekja athygli á málefnum og réttindum barna. Í tilefni af átakinu ætla samtökin að mynda keðju þúsund barna í kringum Reykjavíkurtjörn en börnin verða öll með neonljós og munu gera bylgju þegar hringnum hefur verið lokað.

Samtökin hafa leitað til foreldrafélaga skóla og nokkurra íþróttafélaga og þá hafa fyrirtæki verið fengin til að taka einn mánuð í fóstur þar sem þau leggja áherslu á réttindi barna og safna fé, með hjálp viðskiptavina sinna, til styrktar verkefna samtakanna í þágu barnanna. Hvert fyrirtæki mun fara ólíkar leiðir í sínum mánuði en hægt verður að fylgjast með því sem í boði verður á heimasíðu fyrirtækjanna og á Facebook-síðu Heillakeðjunnar.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keðjunni um helgina geta mætt við Reykjavíkurtjörn klukkan 15:45 á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×