Telja öruggt að Ólafur Ragnar næði góðu kjöri á þing Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. janúar 2012 18:52 Sérfræðingar í stjórnmálafræði telja nær öruggt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi ná góðum árangri í þingkosningum og ná nokkrum mönnum á þing færi svo að hann gæfi kost á sér. Ólafur er árinu yngri en sitjandi forsætisráðherra og í fullu fjöri á líkama og sál. Nýársávarp forsetans mátti ekki túlka á neinn annan veg en að nú væri hann að hverfa til nýrra verkefna og gæfi því ekki lengur kost á sér. „Niðurstaðan kann að hljóma sem þversögn en er engu að síður sú að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum," sagði forsetinn í nýársávarpinu. Forsetinn sagði jafnframt að ákvörðun hans fæli ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð þar sem hann yrði frjálsari til athafna en áður.Vill láta til sín taka í opinberri umræðu af meiri krafti Túlka mái þau orð hans þannig að hann vilji geta tjáð sig á opinberum vettvangi með frjálsari hætti en hann hefur getað sem forseti sem þýðir að ekki má útiloka að hann verði enn virkari í þjóðmálaumræðunni þegar hann lætur af embætti í sumar, þó hann hafi hressilega látið til sín taka á þeim vettvangi í gegnum tíðina. Rætt hefur verið um að Ólafur Ragnar gefi kost á sér til þings en hann nýtur aukinnar lýðhylli eftir að hann vísaði Icesave II og III til þjóðarinnar með því að beita málskotsrétti. Eflaust eru því einhverjir sem vilja fá hann áfram í forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þeir sérfræðingar í stjórnmálafræði sem fréttastofa hefur rætt við telja öruggt að Ólafur Ragnar myndi ná góðu kjöri í kosningum og ná nokkrum mönnum á þing, færi svo að hann stofnaði nýjan flokk. Óumdeilt sé þó að stuðningsmannahópur hans hafi breyst mjög mikið frá árinu 1996, þegar hann var kjörinn forseti, enda mælist hann nú miklu vinsælli meðal framsóknar- og sjálfstæðismanna en áður og á sama tíma óvinsælli meðal stuðningsmanna ríksstjórnarinnar. Aldur forsetans hefur verið nefndur sem hugsanleg hindrun en Ólafur Ragnar verður 69 ára hinn 14. maí næstkomandi. Hann er hins vegar í fullu fjöri, stundar líkamsrækt og hefur verið mikill reglumaður alla tíð. Í þessu samhengi má nefna að hann er árinu yngri en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem verður sjötug í haust. Þá má rifja upp að Gunnar Thoroddsen var á sjötugasta aldursári þegar hann tók við embætti forsætisráðherra árið 1980. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu forsetans að hann myndi að svo stöddu ekki veita viðtöl um þessi mál. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Sérfræðingar í stjórnmálafræði telja nær öruggt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi ná góðum árangri í þingkosningum og ná nokkrum mönnum á þing færi svo að hann gæfi kost á sér. Ólafur er árinu yngri en sitjandi forsætisráðherra og í fullu fjöri á líkama og sál. Nýársávarp forsetans mátti ekki túlka á neinn annan veg en að nú væri hann að hverfa til nýrra verkefna og gæfi því ekki lengur kost á sér. „Niðurstaðan kann að hljóma sem þversögn en er engu að síður sú að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum," sagði forsetinn í nýársávarpinu. Forsetinn sagði jafnframt að ákvörðun hans fæli ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð þar sem hann yrði frjálsari til athafna en áður.Vill láta til sín taka í opinberri umræðu af meiri krafti Túlka mái þau orð hans þannig að hann vilji geta tjáð sig á opinberum vettvangi með frjálsari hætti en hann hefur getað sem forseti sem þýðir að ekki má útiloka að hann verði enn virkari í þjóðmálaumræðunni þegar hann lætur af embætti í sumar, þó hann hafi hressilega látið til sín taka á þeim vettvangi í gegnum tíðina. Rætt hefur verið um að Ólafur Ragnar gefi kost á sér til þings en hann nýtur aukinnar lýðhylli eftir að hann vísaði Icesave II og III til þjóðarinnar með því að beita málskotsrétti. Eflaust eru því einhverjir sem vilja fá hann áfram í forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þeir sérfræðingar í stjórnmálafræði sem fréttastofa hefur rætt við telja öruggt að Ólafur Ragnar myndi ná góðu kjöri í kosningum og ná nokkrum mönnum á þing, færi svo að hann stofnaði nýjan flokk. Óumdeilt sé þó að stuðningsmannahópur hans hafi breyst mjög mikið frá árinu 1996, þegar hann var kjörinn forseti, enda mælist hann nú miklu vinsælli meðal framsóknar- og sjálfstæðismanna en áður og á sama tíma óvinsælli meðal stuðningsmanna ríksstjórnarinnar. Aldur forsetans hefur verið nefndur sem hugsanleg hindrun en Ólafur Ragnar verður 69 ára hinn 14. maí næstkomandi. Hann er hins vegar í fullu fjöri, stundar líkamsrækt og hefur verið mikill reglumaður alla tíð. Í þessu samhengi má nefna að hann er árinu yngri en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem verður sjötug í haust. Þá má rifja upp að Gunnar Thoroddsen var á sjötugasta aldursári þegar hann tók við embætti forsætisráðherra árið 1980. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu forsetans að hann myndi að svo stöddu ekki veita viðtöl um þessi mál.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira