Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Stefna borgarinnar undanfarin ár hefur verið að leggja ekki gangbrautir yfir götur heldur hægja á umferð með hraðahindrunum og þrengingum. Til stendur að endurskoða þá stefnu. Fréttablaðið/GVA Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta. Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta.
Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00