Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Stefna borgarinnar undanfarin ár hefur verið að leggja ekki gangbrautir yfir götur heldur hægja á umferð með hraðahindrunum og þrengingum. Til stendur að endurskoða þá stefnu. Fréttablaðið/GVA Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta. Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta.
Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00