Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Stefna borgarinnar undanfarin ár hefur verið að leggja ekki gangbrautir yfir götur heldur hægja á umferð með hraðahindrunum og þrengingum. Til stendur að endurskoða þá stefnu. Fréttablaðið/GVA Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta. Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta.
Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00