Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 19:19 Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira