Skólakerfið ekki aðlagast tæknibreytingum Helga Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2012 20:00 Jón Torfi Jónasson, deildarforseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir íslenska skólakerfið ekki hafa tekið nægilega miklum breytingum samhliða tæknibyltingunni og þróun spjaldtölva og snjallsíma. Hann telur tregðu ríkja í kerfinu og breyta þurfi kennsluaðferðum í takt við nýja tíma. Í fréttum í gær var rætt við Dr.William Rankin háskólaprófessor í Texas. Hann hefur gjörbreytt sínum kennsluaðferðum með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. Hann segist æ sjaldnar halda fyrirlestra og kennslan fari sjaldnar fram í kennslustofum. Í staðinn fari fram mikil hópavinna og nemendum sé kennt að vinna með allar þær upplýsingar sem þeir hafi aðgang að. Afköstin séu verulega góð og nemendur áhugasamir. En hvernig er þróunin á Íslandi? „Það er gríðarleg tregða en vel meinandi tregða gegn breytingum og fullorðna fólkið þekkir tiltekna hluti sem það vill að börnin læri osfrv," segir Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem telur íslenska skólakerfið ekki bregðast nægilega hratt við örum tæknibreytingum. „Þá ítreka ég það að það snýst ekki um tölvurnar út af fyrir sig, heldur hvað það er sem við kennum ungu fólki og hvaða menningu við leiðum það inn í. Það er alveg ljóst í mínum huga að skólakerfið áttar sig ekki á þeirri breytingu sem þegar er orðin í lífi ungs fólks með þeirri nýju tækni sem er allt í kringum okkur." „Þetta er auðvitað glíma sem er alls staðar í heiminum ekki einungis á Íslandi. Við þurfum að mínu mati að bregðast mun hraðar við en við höfum gert ef við ætlum að vera í takt við þær breytingar sem eru að verða. Þetta er fyrst og fremst menningarlegt atriði ekki einungis tæknilegt." Nokkrir grunn- og framhaldsskólar hér á landi hafa tekið upp spjaldtölvur í kennslu sem þykir framfaraskref en Jón Torfi segir það ekki nóg því kennsluaðferðirnar hafi lítið breyst. „Reynslan hefur verið af tölvuvæðingu undanfarna áratugi er að við höfum tekið þessa nýju tækni til að gera betur gamla hluti, það er að segja það sama og við höfum alltaf gert. Þetta þarf að breytast. Spjaldtölvurnar verða örugglega úreltar eftir nokkur ár og inn kemur ný tækni sem við eigum að notfæra okkur að gera alveg nýja hluti." Fyrr á þessu ári fór fram umræða um mikla netnotkun nemenda í kennslustundum og áhugaleysi þeirra í tímum. Ber þetta merki um kynslóð sem þarf aðra nálgun? „Svarið við þessu er já, við ættum sennilega að breyta þessum kennslustundum og líta í eigin barm frekar en að vera alltaf að kvarta yfir nemendunum." segir Jón Torfi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir íslenska skólakerfið ekki hafa tekið nægilega miklum breytingum samhliða tæknibyltingunni og þróun spjaldtölva og snjallsíma. Hann telur tregðu ríkja í kerfinu og breyta þurfi kennsluaðferðum í takt við nýja tíma. Í fréttum í gær var rætt við Dr.William Rankin háskólaprófessor í Texas. Hann hefur gjörbreytt sínum kennsluaðferðum með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. Hann segist æ sjaldnar halda fyrirlestra og kennslan fari sjaldnar fram í kennslustofum. Í staðinn fari fram mikil hópavinna og nemendum sé kennt að vinna með allar þær upplýsingar sem þeir hafi aðgang að. Afköstin séu verulega góð og nemendur áhugasamir. En hvernig er þróunin á Íslandi? „Það er gríðarleg tregða en vel meinandi tregða gegn breytingum og fullorðna fólkið þekkir tiltekna hluti sem það vill að börnin læri osfrv," segir Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem telur íslenska skólakerfið ekki bregðast nægilega hratt við örum tæknibreytingum. „Þá ítreka ég það að það snýst ekki um tölvurnar út af fyrir sig, heldur hvað það er sem við kennum ungu fólki og hvaða menningu við leiðum það inn í. Það er alveg ljóst í mínum huga að skólakerfið áttar sig ekki á þeirri breytingu sem þegar er orðin í lífi ungs fólks með þeirri nýju tækni sem er allt í kringum okkur." „Þetta er auðvitað glíma sem er alls staðar í heiminum ekki einungis á Íslandi. Við þurfum að mínu mati að bregðast mun hraðar við en við höfum gert ef við ætlum að vera í takt við þær breytingar sem eru að verða. Þetta er fyrst og fremst menningarlegt atriði ekki einungis tæknilegt." Nokkrir grunn- og framhaldsskólar hér á landi hafa tekið upp spjaldtölvur í kennslu sem þykir framfaraskref en Jón Torfi segir það ekki nóg því kennsluaðferðirnar hafi lítið breyst. „Reynslan hefur verið af tölvuvæðingu undanfarna áratugi er að við höfum tekið þessa nýju tækni til að gera betur gamla hluti, það er að segja það sama og við höfum alltaf gert. Þetta þarf að breytast. Spjaldtölvurnar verða örugglega úreltar eftir nokkur ár og inn kemur ný tækni sem við eigum að notfæra okkur að gera alveg nýja hluti." Fyrr á þessu ári fór fram umræða um mikla netnotkun nemenda í kennslustundum og áhugaleysi þeirra í tímum. Ber þetta merki um kynslóð sem þarf aðra nálgun? „Svarið við þessu er já, við ættum sennilega að breyta þessum kennslustundum og líta í eigin barm frekar en að vera alltaf að kvarta yfir nemendunum." segir Jón Torfi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent