Lagarfljótsormurinn fyrir sannleiksnefnd 17. ágúst 2012 11:00 Úr myndbandi Hjartar. Bæjarstjórinn segir Héraðsmenn ekki efast um tilveru Lagarfljótsorms en hins vegar gæti þetta verið eitthvert afkvæmi þarna á ferð. Myndbandið er á Youtube.mynd/Hjörtur Kjerúlf Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjerúlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heitið þeim sem tækist að festa orminn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tækist í framtíðinni að vitja verðlaunanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með myndband upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfirvöld á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefndarinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjartar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórðarson sagði það einkenni Héraðsbúa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á Youtube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðlamenn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endilega fræðast um Lagarfljótsorminn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“ Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Sjá meira
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjerúlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heitið þeim sem tækist að festa orminn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tækist í framtíðinni að vitja verðlaunanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með myndband upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfirvöld á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefndarinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjartar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórðarson sagði það einkenni Héraðsbúa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á Youtube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðlamenn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endilega fræðast um Lagarfljótsorminn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels