Innlent

Ferðir Herjólfs falla niður

Ferð Herjólfs sem fara átti frá Vestmannaeyjum klukkan 11:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00 fellur niður vegna ölduhæðar sem nú nær 3.1 metrum núna á tólfta tímanum. Töluvert brot er við hafnargarðanna.

Farþegar sem áttu bókað far í þessar ferðir eru beðnir hafa samband við afgreiðslu til þess að breyta bókunum sínum.

Mikil óvissa er með aðrar ferðir dagsins af sömu ástæðu. Athugun með ferðina frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30 og Landeyjahöfn kl. 16:00 verður kl. 13:00.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpinu.

Nánari upplýsingar í síma 481-2800




Fleiri fréttir

Sjá meira


×