Umdeild skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle fjárhags- og mannauðskerfi var birt á vef Ríkisendurskoðunar í dag. Í skýrslunni kemur fram að áætlanagerð vegna kaupa og innleiðingar á kerfinu hafi veirð ábótavant. Bæði hafi innleiðingartími verið vanáætlaður sem og stofnkostnaður kerfisins. Þá hafi heildarkostnaður kerfisins ekki verið metinn, eins og segir í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun beinir því til stjórnvalda að standa framvegis betur að málum við kaup og innleiðingu hugbúnaðar. Skýrsla stofnunarinnar um málið byggir að hluta til á sömu gögnum og ófullkomin skýrsludrög frá árinu 2009 en hefur verið unnin algjörlega frá grunni á þremur vikum.
Oracle málið olli miklu fjaðrafoki á Alþingi eftir að umfjöllun um málið birtist í Kastljósi í haust. Stjórnarliðar hafa gagnrýnt Ríkisendurskoðun fyrir seinagang við vinnu skýrslunnar og hafa Björn Valur Gíslason og Valgerður Bjarnadóttir, þingmenn úr stjórnarliðinu, látið þung orð falla.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle komin
Jón Hákon Halldórsson skrifar
