Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 19:29 Jens Kjartansson, lýtalæknir Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira