Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2012 15:51 Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna. „Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. „Mér er enn meira brugðið að þetta virðist hafa átt að beinast gegn fjölskyldu, mökum og börnum," segir Snorri Magnússon í samtali við Vísi. „Þetta sýnir enn og aftur hversu mikið þjóðfélagslegt mein þetta er," segir Snorri og bætir því við að það sé mikilvægt að allir taki höndum saman um að uppræta slík glæpasamtök. Snorri segist árum saman hafa bent á atriði sem þyrfti að laga. „Það þarf að fjölga lögreglumönnum, það þarf að efla heimildir lögreglu til forvirkra rannsóknaraðgerða, eins og margítrekað hefur komið fram. Og það þarf að efla varnarviðbúnað lögreglu og þetta kostar allt peninga," segir Snorri Magnússon. Snorri segir að vert sé að horfa til skýrslu 22. júlí nefndarinnar í Noregi um ástandið sem var þar. „Þar töldu menn að hlutirnir væru í mjög góðum gír og góðu lagi. En svo reyndist alls ekki vera," segir Snorri. „Þar kom það sama til, niðurskurður til löggæslumála, of fáir lögreglumenn og fleira og fleira," bætir Snorri við. Hann bendir að lokum á að málið snerti ekki einungis öryggi lögreglumanna heldur líka almennings. Fram hafi komið að lögreglumenn í Árnessýslu séu til dæmis farnir að þurfa að velja á milli útkalla vegna þess hversu fáliðaðir þeir eru. Tengdar fréttir Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03 Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5. október 2012 10:30 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. „Mér er enn meira brugðið að þetta virðist hafa átt að beinast gegn fjölskyldu, mökum og börnum," segir Snorri Magnússon í samtali við Vísi. „Þetta sýnir enn og aftur hversu mikið þjóðfélagslegt mein þetta er," segir Snorri og bætir því við að það sé mikilvægt að allir taki höndum saman um að uppræta slík glæpasamtök. Snorri segist árum saman hafa bent á atriði sem þyrfti að laga. „Það þarf að fjölga lögreglumönnum, það þarf að efla heimildir lögreglu til forvirkra rannsóknaraðgerða, eins og margítrekað hefur komið fram. Og það þarf að efla varnarviðbúnað lögreglu og þetta kostar allt peninga," segir Snorri Magnússon. Snorri segir að vert sé að horfa til skýrslu 22. júlí nefndarinnar í Noregi um ástandið sem var þar. „Þar töldu menn að hlutirnir væru í mjög góðum gír og góðu lagi. En svo reyndist alls ekki vera," segir Snorri. „Þar kom það sama til, niðurskurður til löggæslumála, of fáir lögreglumenn og fleira og fleira," bætir Snorri við. Hann bendir að lokum á að málið snerti ekki einungis öryggi lögreglumanna heldur líka almennings. Fram hafi komið að lögreglumenn í Árnessýslu séu til dæmis farnir að þurfa að velja á milli útkalla vegna þess hversu fáliðaðir þeir eru.
Tengdar fréttir Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03 Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5. október 2012 10:30 Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru. 5. október 2012 13:03
Víðir tarfur laus úr haldi Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi. 5. október 2012 10:30
Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. 5. október 2012 03:00
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 5. október 2012 00:01