Ný lög eiga að fjölga grænum bifreiðum á vegum landsins 25. júní 2012 06:00 Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn. Þeir komast þó ekki langar vegalengdir. mynd/getty Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira