Innlent

Elsta jazzhátíð landsins verður í vikunni

BBI skrifar
Trompetleikarinn Viðar Alfreðsson.
Trompetleikarinn Viðar Alfreðsson. Mynd/Jazzhátíð Egilstaða
Jazzhátíð Egilstaða hefst á miðvikudaginn kemur. Skipuleggjendur hátíðarinnar fullyrða að hún sé sú elsta sinnar tegundar en hún var haldin í fyrsta sinn árið 1988.

„Síðan þá hefur hún vaxið og dafnað," segir í fréttatilkynningu hátíðarstjóra en hátíðin er nú haldin í 25. sinn. Hátíðin stendur fram á laugardag með einum tónleikum á kvöldi

Á hátíðinni í ár stígur einvala lið tónlistarmanna á stokk. Gítarleikarinn Gummi P treður upp ásamt hljómsveit sinni. Sigurður Flosason, Þórir Baldursson, Andrea Gylfa og Einar Scheving koma fram saman undir merkjum Sálgæslunnar. Raggi Bjarna flytur slagara sína ásamt hljómsveit Jóns Ólafssonar.

Tónleikar verða haldnir í Valaskjálf á Egilstöðum, á Seyðisfirði og í Neskaupsstað.

Hér er vefsíða hátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×