Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir 11. september 2012 09:18 Fjölskyldan á góðri stundu. Mynd af facebook-síðu hjónanna Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu að sækja tvær litlar stelpur sem þau hugðust ættleiða frá Kólumbíu. Eldri dóttirin er tæplega fimm ára en sú yngri tæplega þriggja ára. Þau fengu dæturnar í hendurnar þann 20. desember, en þau höfðu beðið í um árabil eftir þeirri stund. Eftir að hjónin taka við börnunum sínum í Kólumbíu fer ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar í landi og þurfa börnin að fá útgefin vegabréf og loks vegabréfsáritun til þess að komast heim til Íslands. Útgefið er að ferlið í landinu tekur 4 - 6 vikur, en hjónin hafa nú beðið í níu mánuði eftir því að fá dæturnar heim á meðan málið velkist um í dómskerfinu. Mál þessarar fjölskyldu er einstakt að því er segir í tilkynningu frá formanni íslenskrar ættleiðingar, og á sér ekki hliðstæðu í Kólumbíu eða í reynslubanka Íslenskrar ættleiðingar. Augljóst er að óvænt níu mánaða dvöl í öðru landi hefur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölskylduna og þá ekki síst á fjárhag hennar. En samkvæmt fréttum stendur kostnaður þeirra nú í um 12 milljónum króna vegna þessarar útiveru. Á föstudagskvöld bárust Íslenskri ættleiðingu þær fréttir að ríkisstjórn Íslands hafi tekið þá ákvörðun að verja af ráðstöfunarfé sínu þremur milljónum til að styrkja fjölskylduna í sínum þröngu aðstæðum. Það mun hafa verið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem, eftir ábendingu frá skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, beitti sér fyrir því utan og innan ríkisstjórnar að fjölskyldunni yrði lagt lið með þessum hætti. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu að sækja tvær litlar stelpur sem þau hugðust ættleiða frá Kólumbíu. Eldri dóttirin er tæplega fimm ára en sú yngri tæplega þriggja ára. Þau fengu dæturnar í hendurnar þann 20. desember, en þau höfðu beðið í um árabil eftir þeirri stund. Eftir að hjónin taka við börnunum sínum í Kólumbíu fer ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar í landi og þurfa börnin að fá útgefin vegabréf og loks vegabréfsáritun til þess að komast heim til Íslands. Útgefið er að ferlið í landinu tekur 4 - 6 vikur, en hjónin hafa nú beðið í níu mánuði eftir því að fá dæturnar heim á meðan málið velkist um í dómskerfinu. Mál þessarar fjölskyldu er einstakt að því er segir í tilkynningu frá formanni íslenskrar ættleiðingar, og á sér ekki hliðstæðu í Kólumbíu eða í reynslubanka Íslenskrar ættleiðingar. Augljóst er að óvænt níu mánaða dvöl í öðru landi hefur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölskylduna og þá ekki síst á fjárhag hennar. En samkvæmt fréttum stendur kostnaður þeirra nú í um 12 milljónum króna vegna þessarar útiveru. Á föstudagskvöld bárust Íslenskri ættleiðingu þær fréttir að ríkisstjórn Íslands hafi tekið þá ákvörðun að verja af ráðstöfunarfé sínu þremur milljónum til að styrkja fjölskylduna í sínum þröngu aðstæðum. Það mun hafa verið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem, eftir ábendingu frá skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, beitti sér fyrir því utan og innan ríkisstjórnar að fjölskyldunni yrði lagt lið með þessum hætti.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira