Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Andri Ólafsson skrifar 1. nóvember 2012 18:31 Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. Eir er sjálfseignarstofnun en stofnaðilar eru meðal annars Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, ýmis stéttarfélög og lífeyrissjóðir. Eir rekur meðal annars 173 hjúkrunarrými og 206 öryggisíbúðir, sem eru íbúðir með aðgang og nálægð við ýmsa þjónustu sem nýtist eldri borgurum. Nú er svo komið að félagið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda. Félagið skuldar um 8 milljarða en laust fé er nánast uppurið. Af átta milljörðum skulfar Eir sex milljarða til lánadrottna, íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, sem lánuðu fyrir uppbyggingu á fasteignum félagsins gegn veðum í eignunum. Svo skuldar Eir um tvo milljarða til gamla fólksins sem býr í öryggisíbúðunum sem Eir rekur. Ástæðan fyrir því er að íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarétt. Þá er átt við að íbúar greiða tiltekið gjald og eiga rétt á að búa í íbúðinni til lífstíðar. Rétturinn fellur úr gildi meðal annars við andlát og upphæðin sem greidd var fyrir íbúðarréttin erfist þá til afkomenda. Ævisparnaður margra íbúa liggur því í íbúðarréttinum En vandamálið er að engin veð eru fyrir inneignum gamla fólkins í þessu íbúðarréttarkerfi og þær mundu því glatast ef Eir færi í þrot. Það er af þessum ástæðum sem framkvæmdastjórinn, sem er tiltölulega nýkominn til starfa, og stjórnin ákvað að að leita til utanaðkomandi sérfræðinga sem fengnir hafa verið til þess að finna leiðir til að tryggja reksturinn. "Stjórn Eirar mat stöðuna þannig að hún þyrfti að leita ráðgjafar vegna fjárhagsvandamála og réð þess vegna okkur og KPMG til að koma að málum nú í september. Og við höfum verið að vinna að því með stjórninni og kröfufuhöfum að finna vanda á lausafjárvanda félagsins," segir Helgi Jóhannesson lögmaður á Lex lögmönnum. Eitt af því sem sérfræðingar hafa gert, samkvæmt heimildum fréttastofu, er að stöðvar allar greiðslur til kröfuhafa. Þar með talið til íbúðarétthafa, það er að segja til gamla fólksins. En er einhver hætta á því að gamla fólkið, sem býr þarna, tapi hreinlega peningunum sínum? "Við erum að vinna núna út frá plani sem miðar út frá því að kröfuhafar fái sitt. Það er verið að vinna þetta með öðrum kröfuhöfum og það er margt ógert í því. En það er planið að allir fái sitt. Það sem er samt aðalatriðið fyrir fólkið sem býr þarna að vita er að planið gengur út að það verði óbreyttur rekstur þarna, þannig að þeir sem eiga öryggisíbúðir og búa í þeim og þeir sem njóta þjónustu hjúkrunarheimilisins þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það verði farið á flot með það," segir Helgi. En hvenær mun lausn fást í málið. "Þetta tekur sinn tíma, það er unnið hratt í þessu og hist oft. Það eru allir meðvitaður um það að það þarf að vinna þetta hratt." Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. Eir er sjálfseignarstofnun en stofnaðilar eru meðal annars Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, ýmis stéttarfélög og lífeyrissjóðir. Eir rekur meðal annars 173 hjúkrunarrými og 206 öryggisíbúðir, sem eru íbúðir með aðgang og nálægð við ýmsa þjónustu sem nýtist eldri borgurum. Nú er svo komið að félagið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda. Félagið skuldar um 8 milljarða en laust fé er nánast uppurið. Af átta milljörðum skulfar Eir sex milljarða til lánadrottna, íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, sem lánuðu fyrir uppbyggingu á fasteignum félagsins gegn veðum í eignunum. Svo skuldar Eir um tvo milljarða til gamla fólksins sem býr í öryggisíbúðunum sem Eir rekur. Ástæðan fyrir því er að íbúarnir þar hafa allir greitt Eir fyrir svokallaðan íbúðarétt. Þá er átt við að íbúar greiða tiltekið gjald og eiga rétt á að búa í íbúðinni til lífstíðar. Rétturinn fellur úr gildi meðal annars við andlát og upphæðin sem greidd var fyrir íbúðarréttin erfist þá til afkomenda. Ævisparnaður margra íbúa liggur því í íbúðarréttinum En vandamálið er að engin veð eru fyrir inneignum gamla fólkins í þessu íbúðarréttarkerfi og þær mundu því glatast ef Eir færi í þrot. Það er af þessum ástæðum sem framkvæmdastjórinn, sem er tiltölulega nýkominn til starfa, og stjórnin ákvað að að leita til utanaðkomandi sérfræðinga sem fengnir hafa verið til þess að finna leiðir til að tryggja reksturinn. "Stjórn Eirar mat stöðuna þannig að hún þyrfti að leita ráðgjafar vegna fjárhagsvandamála og réð þess vegna okkur og KPMG til að koma að málum nú í september. Og við höfum verið að vinna að því með stjórninni og kröfufuhöfum að finna vanda á lausafjárvanda félagsins," segir Helgi Jóhannesson lögmaður á Lex lögmönnum. Eitt af því sem sérfræðingar hafa gert, samkvæmt heimildum fréttastofu, er að stöðvar allar greiðslur til kröfuhafa. Þar með talið til íbúðarétthafa, það er að segja til gamla fólksins. En er einhver hætta á því að gamla fólkið, sem býr þarna, tapi hreinlega peningunum sínum? "Við erum að vinna núna út frá plani sem miðar út frá því að kröfuhafar fái sitt. Það er verið að vinna þetta með öðrum kröfuhöfum og það er margt ógert í því. En það er planið að allir fái sitt. Það sem er samt aðalatriðið fyrir fólkið sem býr þarna að vita er að planið gengur út að það verði óbreyttur rekstur þarna, þannig að þeir sem eiga öryggisíbúðir og búa í þeim og þeir sem njóta þjónustu hjúkrunarheimilisins þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það verði farið á flot með það," segir Helgi. En hvenær mun lausn fást í málið. "Þetta tekur sinn tíma, það er unnið hratt í þessu og hist oft. Það eru allir meðvitaður um það að það þarf að vinna þetta hratt."
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira