Innlent

Lava valinn besti bjórinn

Viðskipti Lava, Imperial Stout frá Brugghúsinu í Ölvisholti, var á dögunum valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Jón Elías Gunnlaugsson, bruggmeistari og framkvæmdastjóri í Ölvisholti, er að vonum ánægður með viðurkenninguna. „Þetta kemur Ölvisholti á kortið meðal fremstu brugghúsa í veröldinni,“ segir hann.

Mörg hundruð brugghús alls staðar að úr heiminum taka þátt í keppninni árlega, en í heild voru um 1650 bjórtegundir sendar inn í keppnina nú. - hhs / sjá síðu 18




Fleiri fréttir

Sjá meira


×