Innlent

Fundu peninga og hvítt efni við húsleit

Um 25 grömm af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni, fundust við leit lögreglu í heimahúsi á Akureyri í gærkvöldi. Þá var einnig lagt hald á töluvert mikið af peningum sem taldir eru tengjast fíkniefnasölu. Maður sem á heima í íbúðinni var yfirheyrður en látinn laus að því loknu.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer nú fram í bænum og segir varðstjóri hjá lögreglu að svipað hafi verið að gera í nótt og um venjulega helgi, 64 mál bókuð hjá lögreglu frá því klukkan sex í gærkvöldi.

Fíkniefnahundur lögreglunnar gekk upp tjaldsvæði í bænum í gærkvöldi og nótt, en hafði ekkert upp úr krafsinu, nema lítilræði af kannabis hjá einum tjaldgestinum. Það var gert upptækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×