Innlent

Tannbraut mann í Hafnarfirði

Karlmaður beraði sig fyrir framan krakka í austurborginni um áttaleytið í gærkvöldi og var hann handtekinn fyrir blygðunarsemisbrot. Nánari upplýsingar fást ekki um málið hjá lögreglu.

Þá var ráðist á karlmann í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tvö í nótt með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu. Árásarmaðurinn er ófundinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þá stöðvaði lögreglan jafnframt fjóra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í einu tilvikinu reyndi ökumaður að komast undan á tveimur jafnfljótum. Sá komst þó ekki langt og var honum skellt í járn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×