Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar 18. júní 2012 16:00 Sigríður Pétursdóttir stýrir Kviksjá í sumar en sinnir dagskrárgerð fyrir Djöflaeyjuna og Kviku frá London í haust. Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs
Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira