Innlent

Fjórtán fullir ökumenn og fimm dópaðir

Afleiðing fíkniefnaaksturs.
Afleiðing fíkniefnaaksturs. Mynd/Lögreglan
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og þrír í Hafnarfirði. Sex voru teknir á laugardag, sjö á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru tólf karlar á aldrinum 19-42 ára og tvær konur, 28 og 42 ára.

Um helgina voru fimm ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru stöðvaðir á laugardag og þrír á sunnudag. Þetta voru fjórir karlar á aldrinum 15-36 ára og ein kona um tvítugt. Sá yngsti í þessum hópi hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki öðlast ökuréttindi. Engu að síður hefur lögreglan áður haft af honum afskipti fyrir sama brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×