Innlent

Skrifuðu undir kjarasamning í kvöld

Við undirritun samningsins
Við undirritun samningsins mynd/aðalþing
Í dag var skrifað undir kjarasamning milli félags leikskólakennara og Sigöldu ehf, sem rekur leikskólann Aðalþing í Kópavog.

Við undirritun kjarasamningsins lét Haraldur F. Gíslason formaður félags leikskólakennara þess getið að það hafi aldrei áður gerst í sögu stéttarfélagsins að gerður sé sérstakur kjarasamningur sem ekki er eftirmynd af samningi félagsins við Samband Íslenskra sveitarfélaga og það í sjálfu sér væru ákveðin tímamót, segir á vef Aðalþings.

Haraldur gat þess jafnframt að reiknaðar félagið hefði látið reikna út kjarabætur sem kennarar í Aðalþingi fá umfram þær launahækkanir sem eru í samningnum við sveitarfélögin. Haraldur sagði að þessar hækkanir væru umtalsverðar enda hlaupa þær á sex til átta launaflokkum eða um 9 til 12 prósent.

Guðrún Alda Harðardóttir leikskólakennari, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Sigöldu ehf., sagði við þetta tækifæri að leikskólinn Aðalþing væri rekinn samkvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ og það væri markmið samningsins að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldisfræðum og að þróa, efla og auðga leikskólastarf í Kópavogi með því að leita nýrra leiða.

„Með því að gera kjarasamning sem er sérlega hagstæður leikskólakennurunum reynum við að uppfylla þessi mikilvægu markmið þjónustiusamningsins" segir Guðrún Alda á vef Aðalþings. „Við vonum auðvitað að hlutfall menntaðar kennara  í starfsliði skólans hækki enda hlýtur kjarasamningurinn að leiða til þess, ef starfskjör skipta kennara einhverju máli“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×