Spánarmeistaralið Barcelona í fótbolta mun skrifa nýjan kafla í sögu félagsins á næstu leiktíð en auglýsing verður framan á keppnisbúning liðsins í fyrsta sinn. Barcelona kynnti í dag keppnisbúninga næstu leiktíðar og hefur búningurinn tekið miklum breytingum.
Merki Qatar Foundaition verður áberandi á búningnum en um er að ræða stofnun sem stuðlar að menntun og góðgerðamálum – og er ekki rekið til þess að skila hagnaði enda eiga stofnendurnir nóg af peningum.
Á undanförnum áratugum hefur liðið getað státað sig af því að vera eina stórliðið í fótbolta sem ekki hefur verið með auglýsingu framan á búningnum en merki UNICEF hefur verið á ermum keppnisbúningsins undanfarin ár og hefur Barcelona greitt UNICEF fyrir að þá auglýsingu. UNICEF verður áfram á bakhliðinni á keppnisbúningnum.
