Forsetinn hefur staðfest fjölmiðlalögin 22. apríl 2011 10:47 Ólafur Ragnar Grímsson hefur skrifað undir fjölmiðlalögin. Aðeins um 4 þúsund manns skráðu sig á mótmælendalista vegna þeirra Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur staðfest ný heildarlög um fjölmiðla. Alþingi afgreiddi lögin þann 15. apríl og voru þau þá send forsetanum til staðfestingar. Staðfesting forsetans á lögunum hefur verið tilkynnt í Stjórnartíðindum og er þar dagsett þann 20. apríl, fyrir tveimur dögum. Lögin hafa verið nokkuð umdeild, einna helst fyrir að í þeim er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar svokölluð fjölmiðlanefnd. Í fyrri drögum að frumvarpinu kallaðist hún reyndar fjölmiðlastofa. Eftir fjölda athugasemda var nafninu breytt, en gagnrýnendur fjölmiðlanefndar segja breytinguna nánast eingöngu felast í nafinu. Valdsvið nefndarinnar sé enn of vítt og illa skilgreint. Fjölmiðlanefnd er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd fjölmiðlalaganna og daglega stjórnsýslu þeim tengdum. Ekki er hægt að skjóta ákvörðunum fjölmiðlanefndar til annarra stjórnvalda. Nefndin getur ekki aðeins fjallað um mál sem til hennar er skotið, heldur getur hún einnig skoðað mál að eigin frumkvæði. Á grundvelli sérstakrar rannsóknarheimildar sem nefndin hefur getur hún krafið fjölmiðla um gögn vegna meintra brota gegn fjölmiðlalögunum. Ef fjölmiðill verður ekki við þeirri beiðni getur nefndin lagt dagssetkir á miðilinn, allt að 200 þúsund á dag. Blaðamannafélag Íslands og Félag fjölmiðlakvenna eru meðal þeirra sem telja fjölmörg atriði nýrra laga varhugaverð. Við afgreiðslu laganna á Alþingi greiddu 30 þingmenn atkvæði með lögunum en 14 þingmenn voru á móti, allir þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk eins þingmanns Framsóknarflokksins 19 þingmenn voru fjarverandi á meðan að atkvæðagreiðslan fór fram. Afar umdeild fjölmiðlalög voru afgreidd frá Alþingi árið 2004 og synjaði forseti staðfestingu þeirra. Undirskriftarsöfnin var hafin vegna nýju laganna en aðeins skrifuðu um fjögur þúsund manns undir. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur staðfest ný heildarlög um fjölmiðla. Alþingi afgreiddi lögin þann 15. apríl og voru þau þá send forsetanum til staðfestingar. Staðfesting forsetans á lögunum hefur verið tilkynnt í Stjórnartíðindum og er þar dagsett þann 20. apríl, fyrir tveimur dögum. Lögin hafa verið nokkuð umdeild, einna helst fyrir að í þeim er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar svokölluð fjölmiðlanefnd. Í fyrri drögum að frumvarpinu kallaðist hún reyndar fjölmiðlastofa. Eftir fjölda athugasemda var nafninu breytt, en gagnrýnendur fjölmiðlanefndar segja breytinguna nánast eingöngu felast í nafinu. Valdsvið nefndarinnar sé enn of vítt og illa skilgreint. Fjölmiðlanefnd er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd fjölmiðlalaganna og daglega stjórnsýslu þeim tengdum. Ekki er hægt að skjóta ákvörðunum fjölmiðlanefndar til annarra stjórnvalda. Nefndin getur ekki aðeins fjallað um mál sem til hennar er skotið, heldur getur hún einnig skoðað mál að eigin frumkvæði. Á grundvelli sérstakrar rannsóknarheimildar sem nefndin hefur getur hún krafið fjölmiðla um gögn vegna meintra brota gegn fjölmiðlalögunum. Ef fjölmiðill verður ekki við þeirri beiðni getur nefndin lagt dagssetkir á miðilinn, allt að 200 þúsund á dag. Blaðamannafélag Íslands og Félag fjölmiðlakvenna eru meðal þeirra sem telja fjölmörg atriði nýrra laga varhugaverð. Við afgreiðslu laganna á Alþingi greiddu 30 þingmenn atkvæði með lögunum en 14 þingmenn voru á móti, allir þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk eins þingmanns Framsóknarflokksins 19 þingmenn voru fjarverandi á meðan að atkvæðagreiðslan fór fram. Afar umdeild fjölmiðlalög voru afgreidd frá Alþingi árið 2004 og synjaði forseti staðfestingu þeirra. Undirskriftarsöfnin var hafin vegna nýju laganna en aðeins skrifuðu um fjögur þúsund manns undir.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira