Máli ísbjarnarlistakvenna vísað frá dómi 28. júní 2011 13:42 MYND/Christopher Lund Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorni. Listakonurnar voru kærðar til lögreglu fyrir meint brot gegn 42. grein náttúruverndarlaga þar sem segir: „Áletranir á náttúrumyndanir. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu..." Samkvæmt Skessuhorni var það mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. Vísir ræddi við Bjargeyju Ólafsdóttur, aðra listakonuna, eftir listagjörninginn en hún teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul með matarlit. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á Skessuhorni segir að það hafi verið til styrkingar ákvörðun sýslumannsembættisins að vísa málinu frá að starfsmaður Umhverfisráðuneytisins hafði sett færslu á Facebook þar sem listaverkinu var hrósað. Enginn vildi þó kannast við að hafa hrósað verkinu þó ljóst væri að starfsmaður með lykilorð ráðuneytisins að Facebook hefði lofað listaverkið.Sjá fréttina á vef Skessuhorns. Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorni. Listakonurnar voru kærðar til lögreglu fyrir meint brot gegn 42. grein náttúruverndarlaga þar sem segir: „Áletranir á náttúrumyndanir. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu..." Samkvæmt Skessuhorni var það mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. Vísir ræddi við Bjargeyju Ólafsdóttur, aðra listakonuna, eftir listagjörninginn en hún teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul með matarlit. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á Skessuhorni segir að það hafi verið til styrkingar ákvörðun sýslumannsembættisins að vísa málinu frá að starfsmaður Umhverfisráðuneytisins hafði sett færslu á Facebook þar sem listaverkinu var hrósað. Enginn vildi þó kannast við að hafa hrósað verkinu þó ljóst væri að starfsmaður með lykilorð ráðuneytisins að Facebook hefði lofað listaverkið.Sjá fréttina á vef Skessuhorns.
Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira