Hinn eftirsótti leikmaður Udinese, Alexis Sanchez, segir að það sé aðeins tvennt í stöðunni fyrir sig. Að fara til Barcelona eða vera áfram hjá Udinese.
Sanchez vill ólmur komast til Barcelona og segist ekki hafa neinn áhuga á því að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Man. City hefur reyndar boðið hærra í leikmanninn en Barcelona en Sanchez sjálfur hefur nákvæmlega engan áhuga á því að spila með City.
Sanchez verður í eldlínunni með Sanchez á Copa America og mun því eflaust ekki klára sín mál fyrr en hann hefur lokið keppni með Chile.
