Íslenski boltinn

Andri tekur líklega við Víkingum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Marteinsson, þjálfari Hauka.
Andri Marteinsson, þjálfari Hauka.
Líklegt er að Andri Marteinsson muni formlega taka við liði Víkinga en hann kvaddi leikmenn Hauka á æfingu liðsins í gær.

Það er fótbolti.net sem greindi frá þessu í gærkvöldi.

Eins og áður hefur verið fjallað um hafnaði Ásmundur Arnarsson liði Víkinga og ákvað að vera trúr sínum mönnum í Fjölni þar sem hann er þjálfari.

Ásmundur var efstur á óskalista Víkinga eftir að Leifur Garðarsson var rekinn úr starfi í síðustu viku.

En Víkingar höfðu einnig átt í viðræðum við Andra og þær virðast hafa borið árangur. Heimildir Vísis herma að Magnús Gylfason sé líklegur eftirmaður Andra hjá Haukum.

Víkingur er nýliði í Pepsi-deild karla en Haukar féllu í 1. deildina nú í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×