Formaður Víkings: Nokkrar ástæður fyrir þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 18:47 Leifur Garðarsson. Mynd/Valli Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, vildi ekki tilgreina með nákvæmum hætti þær ástæður sem lágu að baki þeirrar ákvörðunar að reka Leif Garðarsson, þjálfara meistaraflokks karla. Tilkynning var send fjölmiðlum nú síðdegis þar sem greint var frá þessu. Undanfarna daga og vikur hafa ýmis mál Víkinga ratað í fjölmiðla, til að mynda þegar frægt Excel-skjal með umsögnum Leifs um allan leikmenn sem var óvart sent á leikmannahópinn í tölvupósti. Svo í dag var birtur pistill á fótbolti.net þar sem spurt er hver huldumaðurinn Albert Örn sé. Sá virðist haft þann eina tilgang að koma Leifi Garðarssyni til varnar í netheimum, til að mynda á spjallsvæði á vef Víkings og á Facebook. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu og svona ákvörðun er ekki tekin nema að vel ígrunduðu máli," sagði Björn í samtali við Vísi í dag. „Það eru ákveðnar ástæður sem liggja að baki og engin ein frekar en önnur. Þetta var ákvörðun tekin með hagsmuna Víkings að leiðarljósi." Nú er Excel-málið nýkomið upp og í dag var birtur pistill á Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn. Gefur tímasetning þessarar ákvörðunar ekki til kynna að ákvörðun ykkar tengist þeim málum með beinum hætti? „Þegar maður er að reka jafn öflugt félag eins og Víking skiptir félagið fyrst og fremst máli - ekki umræðan úti í bæ eða í fjölmiðlum. Mér finnst að Víkingur hafi verið í umræðunni á ósanngjarnan málta og það spilar rullu í þessu öllu en það eru margar aðrar ástæður að baki þessu. Við teljum að þetta sé best fyrir Víking." Hvernig tók Leifur fréttunum? „Menn taka slíku aldrei vel. En Leifur er fagmaður og hefur skilað sínu inn til okkar. Hann kom okkur upp í úrvalsdeildina og við metum það mikils. Svona mál eru aldrei skemmtileg." Nú eru tveir mánuðir í að Íslandsmótið hefjist, af hverju er þessi ákvörðun tekin núna? „Það er ekki síst tekið í ljósi þess að það er stutt í mikilvægt mót. Við höfum sett okkur skýr markmið og kjósum að vinna eftir þeim." Hefur gengi liðsins í vetur gefið tilefni til að segja þjálfarnum upp störfum? „Nei, gengi liðsins gerir það ekki. Við höfum verið í miklum meiðslavandræðum og margir lykilmenn að koma til baka þessa dagana. Það eru margar ástæður fyrir þessu og miklu stærra samhengi á bak við ákvörðunina en 2-3 tiltekin mál. Víkingur er það eina sem skiptir máli og ákvörðunin er tekin með það að leiðarljósi." Er leit hafin að nýjum þjálfara? „Sú leit hófst um leið og þessu máli lauk. Við stefnum að því að vinna þá vinnu mjög hratt." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leifur rekinn frá Víkingi Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara. 3. mars 2011 18:09 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, vildi ekki tilgreina með nákvæmum hætti þær ástæður sem lágu að baki þeirrar ákvörðunar að reka Leif Garðarsson, þjálfara meistaraflokks karla. Tilkynning var send fjölmiðlum nú síðdegis þar sem greint var frá þessu. Undanfarna daga og vikur hafa ýmis mál Víkinga ratað í fjölmiðla, til að mynda þegar frægt Excel-skjal með umsögnum Leifs um allan leikmenn sem var óvart sent á leikmannahópinn í tölvupósti. Svo í dag var birtur pistill á fótbolti.net þar sem spurt er hver huldumaðurinn Albert Örn sé. Sá virðist haft þann eina tilgang að koma Leifi Garðarssyni til varnar í netheimum, til að mynda á spjallsvæði á vef Víkings og á Facebook. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu og svona ákvörðun er ekki tekin nema að vel ígrunduðu máli," sagði Björn í samtali við Vísi í dag. „Það eru ákveðnar ástæður sem liggja að baki og engin ein frekar en önnur. Þetta var ákvörðun tekin með hagsmuna Víkings að leiðarljósi." Nú er Excel-málið nýkomið upp og í dag var birtur pistill á Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn. Gefur tímasetning þessarar ákvörðunar ekki til kynna að ákvörðun ykkar tengist þeim málum með beinum hætti? „Þegar maður er að reka jafn öflugt félag eins og Víking skiptir félagið fyrst og fremst máli - ekki umræðan úti í bæ eða í fjölmiðlum. Mér finnst að Víkingur hafi verið í umræðunni á ósanngjarnan málta og það spilar rullu í þessu öllu en það eru margar aðrar ástæður að baki þessu. Við teljum að þetta sé best fyrir Víking." Hvernig tók Leifur fréttunum? „Menn taka slíku aldrei vel. En Leifur er fagmaður og hefur skilað sínu inn til okkar. Hann kom okkur upp í úrvalsdeildina og við metum það mikils. Svona mál eru aldrei skemmtileg." Nú eru tveir mánuðir í að Íslandsmótið hefjist, af hverju er þessi ákvörðun tekin núna? „Það er ekki síst tekið í ljósi þess að það er stutt í mikilvægt mót. Við höfum sett okkur skýr markmið og kjósum að vinna eftir þeim." Hefur gengi liðsins í vetur gefið tilefni til að segja þjálfarnum upp störfum? „Nei, gengi liðsins gerir það ekki. Við höfum verið í miklum meiðslavandræðum og margir lykilmenn að koma til baka þessa dagana. Það eru margar ástæður fyrir þessu og miklu stærra samhengi á bak við ákvörðunina en 2-3 tiltekin mál. Víkingur er það eina sem skiptir máli og ákvörðunin er tekin með það að leiðarljósi." Er leit hafin að nýjum þjálfara? „Sú leit hófst um leið og þessu máli lauk. Við stefnum að því að vinna þá vinnu mjög hratt."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leifur rekinn frá Víkingi Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara. 3. mars 2011 18:09 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Leifur rekinn frá Víkingi Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara. 3. mars 2011 18:09
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki