Innlent

Ríkisstjórnin samþykkir að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin samþykkti í dag lög um stjórnarráðið
Ríkisstjórnin samþykkti í dag lög um stjórnarráðið
Aðstoðarmönnum ráðherra verður fjölgað, samkvæmt nýju frumvarpi um stjórnarráðið sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að þetta sé gert til að efla stefnumótun í ráðuneytum. Auk aðstoðarmannsins sem ráðherra hefur nú þegar heimild til að ráða sér muni ráðherra geta ráðið sérstakan ráðgjafa án auglýsingar.

„Um ráðgjafa ráðherra gildir sama regla og um aðstoðarmann ráðherra að hann gegnir störfum svo lengi sem ráðherra ákveður, en þó ekki lengur en ráðherrann sjálfur. Vegna aðhalds í rekstri ráðuneyta er þó ekki gert ráð fyrir að þessi heimild taki gildi fyrr en að afloknum næstu alþingiskosningum," segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Stjórnarráðsfrumvarpið hefur verið sent þingflokkum stjórnarflokkanna til umfjöllunar og afgreiðslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×