Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar búinn að semja við ÍBV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Heiðar.
Gunnar Heiðar.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifað nú fyrir hádegi undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt, ÍBV. Gunnar mun leika í treyju númer tíu hjá félaginu.

Gunnar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2004 og spilað með Halmstad, Hannover, Valerenga, Esbjerg, Reading og Fredrikstad.

Gunnar var síðast á mála hjá Esbjerg en fékk sig lausan þaðan á dögunum.

Eyjamenn ætla sér augljóslega mjög stóra hluti næsta sumar en Gunnar Heiðar er fjórði leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín í vetur.

Hinir eru Ian Jeffs, Guðmundur Þórarinsson og Brynjar Gauti Guðjónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×