Innlent

Höfuðkúpubrotinn eftir líkamsárás í Hafnarfirði

HJH skrifar
Tveir voru handteknir og einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Hinn slasaði var gestkomandi og leikur grunur á að hann sé höfuðkúpubrotinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór gleðskapur ungs fólks úr böndunum með fyrrgreindum afleiðingum en fólkið var í annarlegu ástandi. Hnífur var dreginn upp eftir að til átakanna kom en engan sakaði af völdum hans. Málið er í rannsókn.

Þrír voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum áfengis á höfuðborgarsvæðinu í nótt og tveir voru stöðvaðir fyrir sömu sakir á Selfossi.

Karlmaður missti vald á bíl sínum í hálku á Vesturlandsvegi og endaði á vegriði rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Hann kenndi sér eymsla og var fluttur á sjúkrahús. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×