Séra Örn biðst fyrirgefningar - vissi ekki að drengurinn væri ólögráða 26. janúar 2011 13:09 Örn Bárður Jónsson. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“ Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“
Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent