Séra Örn biðst fyrirgefningar - vissi ekki að drengurinn væri ólögráða 26. janúar 2011 13:09 Örn Bárður Jónsson. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“ Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“
Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15