Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna 25. janúar 2011 21:15 Séra Örn Bárður Jónsson. Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira