15 hlutir sem þú vissir ekki um Sjálfstætt fólk 11. febrúar 2011 08:43 Jón Ársæll er sagður lunkinn með hamarinn þó hann hitti ekki alltaf naglann á höfuðið. Sjálfstætt fólk, þáttur Jóns Ársæls Þórðarsonar og Steingríms Jóns Þórðarsonar, er tilnefndur til Edduverðlauna í áttunda skipti í ár. Þrisvar sinnum hafa þeir félagar hreppt verðlaunin í flokki frétta- eða viðtalsþátta. Mörgum finnst þeir eflaust þekkja Jón Ársæl persónulega af skjánum og flestir vita líklega að þátturinn heitir eftir bók Halldórs Laxness. En það er ýmislegt sem fólk veit ekki um sálfræðinginn og fréttamanninn Jón Ársæl og kvikmyndatökumanninn og framleiðandann Steingrím Jón. 1. Jón Ársæll eyðir öllum sínum frítíma við smíðar á gömlum bóndabæ sem hann á undir Eyjafjöllum. Hann er nokkuð lunkinn með hamarinn og er enn með alla puttana í lagi þó svo að hann hitti ekki alltaf naglann á höfuðið. 2. Steingrímur á tvo íslandsmeistara í samkvæmisdönsum, þær Hörpu og Perlu og eiginkona hans, Lind Einarsdóttir er snillingur í matargerð. Sjálfur vann Steingrímur tvistkeppni á árum áður og átti lengi vel íslandsmet í bekkpressu. 3. Jón á ekki GSM síma og sonur hans Þórarinn Ingi Jónsson hefur setið í fangelsi í Kanada fyrir list sína. Hann er nú laus úr fanghelsi og stundar framhaldsnám í myndlist í Prag. 4. Steingrímur vakir yfirleitt aðfaranótt föstudags við klippingu á þættinum. 5. Báðir elska nautakjöt og Jón Ársæll er með réttindi sem matreiðslumaður á skipum. 6. Hvorugur borðar grænmeti í óhófi og Steingrímur alls ekki banana. 7. Síðustu kisurnar sem Jón Ársæll átti hétu ,,Póstur" og ,, Sími". 8. Uppáhaldsstaður Jóns Ársæls í veröldinni er Ægissíðan en Steingrímur elskar París. 9. Það sem Jón tæki með á eyðieyju væri bruggtæki. Steingrímur tæki hins vegar bát. 10. Jón var í sveit í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð og var talinn fljótasti smalinn í sveitinni. Hlaupanáttúru sína þakkar hann því að hafa verið látinn eta reykt selkjöt í alla mata og saltað selspik bæði ofan á brauð og út á fisk ásamt sellýsi. 11. Steingrímur, sem er hagfræðingur að mennt hefur dvalið í Uzbekistan og Afganistan og Jón Ársæll bjó um árabil í Vestur-Afríku þar sem hann vann við rannsóknir í sálarfræði. 12. Félagarnir hafa unnið á fjórða hundrað þætti bæði heiman og heima og segjast vera aðeins rétt að byrja. Hver maður hefur sína sögu að segja og það eina sem til þarf er að hlusta, já og að elska viðmælandann. Best er reyndar að sofa hjá honum, en eins og Freud gamli sagði þá úðar einstaklingurinn út frá sér leyndarmálum sínum. 13. Það versta sem þeir hafa lent í við framleiðslu þáttanna er þegar Barði í Bang Gang heimtaði að hann yrði aldrei sýndur hlæjandi, það passaði ekki við ímyndina,en hann hló út í eitt við þáttagerðina. 14. Síðan móðgaðist viðmælandi í eitt sinn við fyrstu spurningu þegar búið var að ferðast yfir hálfan hnöttinn, en sem betur fór náðust samningar um að halda áfram. 15. Að lokum. Sú manneskja sem félagarnir myndu helst vilja fá viðtal við er Jesú frá Nazaret en þeir Jón Ársæll eru fæddir sama dag, þ.e. 16. september. Ómar Ragnarsson er víst búinn að reikna þetta allt saman út en hann á reyndar sama afmælisdag. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira
Sjálfstætt fólk, þáttur Jóns Ársæls Þórðarsonar og Steingríms Jóns Þórðarsonar, er tilnefndur til Edduverðlauna í áttunda skipti í ár. Þrisvar sinnum hafa þeir félagar hreppt verðlaunin í flokki frétta- eða viðtalsþátta. Mörgum finnst þeir eflaust þekkja Jón Ársæl persónulega af skjánum og flestir vita líklega að þátturinn heitir eftir bók Halldórs Laxness. En það er ýmislegt sem fólk veit ekki um sálfræðinginn og fréttamanninn Jón Ársæl og kvikmyndatökumanninn og framleiðandann Steingrím Jón. 1. Jón Ársæll eyðir öllum sínum frítíma við smíðar á gömlum bóndabæ sem hann á undir Eyjafjöllum. Hann er nokkuð lunkinn með hamarinn og er enn með alla puttana í lagi þó svo að hann hitti ekki alltaf naglann á höfuðið. 2. Steingrímur á tvo íslandsmeistara í samkvæmisdönsum, þær Hörpu og Perlu og eiginkona hans, Lind Einarsdóttir er snillingur í matargerð. Sjálfur vann Steingrímur tvistkeppni á árum áður og átti lengi vel íslandsmet í bekkpressu. 3. Jón á ekki GSM síma og sonur hans Þórarinn Ingi Jónsson hefur setið í fangelsi í Kanada fyrir list sína. Hann er nú laus úr fanghelsi og stundar framhaldsnám í myndlist í Prag. 4. Steingrímur vakir yfirleitt aðfaranótt föstudags við klippingu á þættinum. 5. Báðir elska nautakjöt og Jón Ársæll er með réttindi sem matreiðslumaður á skipum. 6. Hvorugur borðar grænmeti í óhófi og Steingrímur alls ekki banana. 7. Síðustu kisurnar sem Jón Ársæll átti hétu ,,Póstur" og ,, Sími". 8. Uppáhaldsstaður Jóns Ársæls í veröldinni er Ægissíðan en Steingrímur elskar París. 9. Það sem Jón tæki með á eyðieyju væri bruggtæki. Steingrímur tæki hins vegar bát. 10. Jón var í sveit í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð og var talinn fljótasti smalinn í sveitinni. Hlaupanáttúru sína þakkar hann því að hafa verið látinn eta reykt selkjöt í alla mata og saltað selspik bæði ofan á brauð og út á fisk ásamt sellýsi. 11. Steingrímur, sem er hagfræðingur að mennt hefur dvalið í Uzbekistan og Afganistan og Jón Ársæll bjó um árabil í Vestur-Afríku þar sem hann vann við rannsóknir í sálarfræði. 12. Félagarnir hafa unnið á fjórða hundrað þætti bæði heiman og heima og segjast vera aðeins rétt að byrja. Hver maður hefur sína sögu að segja og það eina sem til þarf er að hlusta, já og að elska viðmælandann. Best er reyndar að sofa hjá honum, en eins og Freud gamli sagði þá úðar einstaklingurinn út frá sér leyndarmálum sínum. 13. Það versta sem þeir hafa lent í við framleiðslu þáttanna er þegar Barði í Bang Gang heimtaði að hann yrði aldrei sýndur hlæjandi, það passaði ekki við ímyndina,en hann hló út í eitt við þáttagerðina. 14. Síðan móðgaðist viðmælandi í eitt sinn við fyrstu spurningu þegar búið var að ferðast yfir hálfan hnöttinn, en sem betur fór náðust samningar um að halda áfram. 15. Að lokum. Sú manneskja sem félagarnir myndu helst vilja fá viðtal við er Jesú frá Nazaret en þeir Jón Ársæll eru fæddir sama dag, þ.e. 16. september. Ómar Ragnarsson er víst búinn að reikna þetta allt saman út en hann á reyndar sama afmælisdag.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira