Innlent

Aflaverðmætið eykst milli ára

Verðmæti botnfiskafla dregst saman en stóreykst í uppsjávarafla.
fréttablaðið/jse
Verðmæti botnfiskafla dregst saman en stóreykst í uppsjávarafla. fréttablaðið/jse fréttablaðið/jse
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 98,8 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins 2011 samanborið við 92,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,4 milljarða króna eða 6,9 prósent á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks fyrstu átta mánuði ársins nam 60,5 milljörðum króna og dróst saman um 5,8 prósent. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 48,2 prósent milli ára og nam 28,5 milljörðum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×