Facebook-leikir eru skýrt brot á reglum 23. nóvember 2011 08:00 Brot á reglum? Margir leikir á Facebook eru brot á notendareglum og geta fyrirtæki átt von á að síðum þeirra verði lokað.fréttablaðið/ap Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira