Facebook-leikir eru skýrt brot á reglum 23. nóvember 2011 08:00 Brot á reglum? Margir leikir á Facebook eru brot á notendareglum og geta fyrirtæki átt von á að síðum þeirra verði lokað.fréttablaðið/ap Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira