Innlent

ESB leggst ekki gegn ríkissölu áfengis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarpéðinsson sat fyrir svörum hjá utanríkismálanefnd í dag.
Össur Skarpéðinsson sat fyrir svörum hjá utanríkismálanefnd í dag. mynd/ gva.
Evrópusambandið mun ekki leggjast gegn einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki eins og hún er stunduð á Íslandi. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á opnum fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag.

Á fundinum fór Össur yfir stöðu mála í viðræðunum. Össur sagðist vera ánægður með feril málsins. Það hefði gengið nokkuð hratt fyrir sig. Össur útilokaði ekki að það næðist að ljúka samningum fyrir kosningar árið 2013.

Össur benti þó á að gert hefði verið ráð fyrir að þungir og erfiðir samningskaflar, eins og landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, yrðu opnaðir snemma. Það hefði ekki gengið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×