Fótbolti

Katarar ekki mótfallnir því að spila í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn undirbúningsnefndar fyrir HM 2022 í Katar segjast ekki vera mótfallnir því að láta mótið fara fram að vetrarlagi.

Mikill hiti er á þessum slóðum yfir sumartímann og hafa margir lýst yfir áhyggjum að láta heimsmeistarakeppni fara fram í slíku veðurfari. Það gæti reynst hættulegt, bæði áhorfendum og leikmönnum.

Sú hugmynd hefur komið upp að láta keppnina fara fram í janúar eða febrúar og segja Katarar að ákvörðunarvaldið sé í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

„Eins og er áætlum við að halda HM að sumri til,“ sagði Hassan Al-Thawadi, framkvæmdarstjóri nefndarinnar. „En ef FIFA fer fram á að keppnin fari fram að vetri til munum við ekki setja okkur á móti því. En engar slíkar viðræður hafa átt sér stað.“

Áætlað er að leikirnir fari fram í loftkældum leikvöngum en enn er óvíst hvort að það verði hægt að búa til kælibúnað fyrir svo stór mannvirki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×