Valið væri auðveldara með lélegri samning 1. apríl 2011 05:00 Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00