Djúpur bassi og falleg rödd 17. febrúar 2011 10:00 Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Esperanza Spalding hreppti Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Hún hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur og sungið fyrir forseta Bandaríkjanna, eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Esperanza Spalding varð á sunnudag fyrsti djasstónlistarmaðurinn til að hljóta Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins. Þar skaut hún ýmsum ref fyrir rass: ungstirninu Justin Bieber, hip-hop-söngvaranum Drake og hljómsveitunum Florence and the Machine og Mumford and Sons. Margir ráku upp stór augu þegar nafn Spalding var lesið upp, enda lítt þekkt utan djasstónlistargeirans. Sömuleiðis þótti mörgum undarlegt að hinn gríðarvinsæli Bieber skyldi ekki hreppa hnossið og hneyksluðust aðdáendur hans mjög á ákvörðun Grammy-dómnefndarinnar. Spalding er þó enginn nýgræðingur í tónlistarbransanum því hún hefur gefið út þrjár plötur, nú síðast Chamber Music Society sem kom út í fyrra. Hún hefur lengi verið talin afar hæfileikarík og til marks um stöðu hennar söng hún fyrir tveimur árum á Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem valdi hana sérstaklega til að spila fyrir sig. Hin 27 ára Spalding kemur frá Portland í Oregon-ríki og var mikið undrabarn í tónlistinni. Aðeins fimm ára lærði hún að spila á fiðlu og þegar hún var tvítug hafði hún lokið námi við hinn virta tónlistarskóla Berkley og tók í framhaldinu við kennarastöðu þar. Um svipað leyti tók hún upp sína fyrstu plötu, Junjo, og þremur árum síðar var henni hampað fyrir sitt næsta verk, Esperanza. Þar þótti djúpur bassinn og falleg rödd hennar blandast sérlega vel saman. Tónlistarkokteill Spalding er fjölbreyttur þar sem hún hristir saman saman djassi, R&B, fönki, be-bop og alls kyns fleiri stefnum. Aðalhljóðfærið hennar er kontrabassi, auk þess sem hún notast oft við hefðbundinn bassa. Grammy-verðlaunin á sunnudag komu henni í opna skjöldu. „Ég hugsaði ekki mikið um möguleika mína vegna þess að mér fannst þetta svo langsótt. Þetta veitir mér mikinn innblástur. Þetta er mikill heiður en ég hef þegar nóg fyrir stafni á þessu ári. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg og búa til góða tónlist," sagði hún. Næsta plata Spalding, Radio Music Society, er væntanleg seint á þessu ári. Þar ætlar hún að kynna til sögunnar aðra djasstónlistarmenn og vonast til að útkoman verði aðgengileg hinum almenna tónlistarunnanda. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira