Íslenski boltinn

Fréttatíminn: Launahæstu KR-ingarnir lækka í launum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason er einn af þeim sem samþykktu launlækkun.
Kjartan Henry Finnbogason er einn af þeim sem samþykktu launlækkun. Mynd/Daníel
Fréttatíminn sagði frá því að átta launahæstu leikmenn KR-liðsins í Pepsi-deild karla í fótbolta hafi samþykkt beiðni stjórnarinnar um að lækka föst laun sín um tíu prósent og breyta þeim í árangurstengdar greiðslur.

Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti þetta í samtali við Fréttatímann en hann þvertók fyrir að ástæðan hafi verið léleg fjarhagsstaða knattspyrnudeildarinnar.

Meðal þeirra leikmanna sem samþykktu launalækkunina eru fyrirliðinn Bjarni Guðjónsson, miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson, varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson og framherjinn Kjartan Henry Finnbogason.

Að því er Fréttatíminn kemst næst geta leikmennirnir náð launalækkuninni til baka með góðum árangri í Evrópukeppninni í sumar en það er hægt að sjá fréttina með þvíað smella hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×