Reglur um klæðaburð unglinga á dansleikjum hóflegar 8. febrúar 2011 13:30 Samfés 2009. Stutt pils verða bönnuð á Samfésballinu í ár, nema innan undir sé klæðst lituðum leggings sem ná niður á ökkla. fréttablaðið/daníel Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stuttum pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt," segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Reglurnar eru settar fyrir stóra Samfésballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðallega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar," segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, dregur ákvarðanir Samfés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldrana eða krakkana sjálfa," segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið." Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtanir og slíkt geti orðið flókið. Mynd/Vilhelm „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið - að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æskulýðsstarfi." sunna@frettabladid.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stuttum pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt," segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Reglurnar eru settar fyrir stóra Samfésballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðallega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar," segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, dregur ákvarðanir Samfés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldrana eða krakkana sjálfa," segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið." Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtanir og slíkt geti orðið flókið. Mynd/Vilhelm „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið - að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æskulýðsstarfi." sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira