Aðdáendur Justins Bieber herja á fjölskyldu 8. febrúar 2011 07:30 Aðdáendur Justins Bieber hika ekki við að hóta stúlkunum í lífi hans. Enn á ný komast brjálaðir aðdáendur Justins Bieber í fréttirnar. Nú töldu þeir sig hafa fundið símanúmer söngvarans, en það reyndist vera númer hjá venjulegri fjölskyldu í New York. Síminn hjá fjölskyldu í New York í Bandaríkjunum hefur ekki stoppað síðan heimasíminn hjá henni birtist á aðdáendasíðu kanadíska söngvarans Justins Bieber. Númerið var eignað Bieber og aðdáendurnir létu ekki segja sér það tvisvar og hringdu viðstöðulaust í fjölskylduna saklausu. Einn af meðlimum fjölskyldunnar, hinn 17 ára gamli Eric McGriff, sagði í samtali við fréttasíðuna TMZ í gær að líf fjölskyldunnar hefði umturnast eftir að númerið birtist á vefsíðunni í síðustu viku. Hann segir símann ekki hafa stoppað þangað til fjölskyldan greip til þess örþrifaráðs að skipta um símanúmer. „Þetta hefði kannski verið skemmtilegt ef númerið okkar hefði birst á vefsíðu söngvara sem við kunnum að meta," sagði McGriff. „En við þolum ekki Justin Bieber. Þannig að símtöl frá aðdáendum hans eru ekki það besta sem gat komið fyrir okkur." Ekki er vitað hvað vakti fyrir þeim sem birti númerið á vefsíðunni, en talið er að um einhvers konar misskilning sé að ræða þar sem enginn hefur stigið fram og viðurkennt að um hrekk sé að ræða. Aðdáendahópur Justins Bieber samanstendur að mestu af táningsstúlkum. Þær hörðustu kalla ekki allt ömmu sína og hafa reglulega komist í fréttir þegar þær hafa farið yfir strikið. Sem dæmi um það má nefna að þegar myndir af Justin Bieber og ofurskutlunni Kim Kardashian birtust á vefmiðlum fékk ungfrúin líflátshótanir, þrátt fyrir að hún hafi lýst því yfir að hann væri allt of ungur fyrir sig. Þá hafa aðdáendurnir verið duglegir við að tjá sig um samband Biebers og táningsstjörnunnar Selenu Gomez og jafnvel hótað að myrða hana fari hún ekki vel með hann. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Enn á ný komast brjálaðir aðdáendur Justins Bieber í fréttirnar. Nú töldu þeir sig hafa fundið símanúmer söngvarans, en það reyndist vera númer hjá venjulegri fjölskyldu í New York. Síminn hjá fjölskyldu í New York í Bandaríkjunum hefur ekki stoppað síðan heimasíminn hjá henni birtist á aðdáendasíðu kanadíska söngvarans Justins Bieber. Númerið var eignað Bieber og aðdáendurnir létu ekki segja sér það tvisvar og hringdu viðstöðulaust í fjölskylduna saklausu. Einn af meðlimum fjölskyldunnar, hinn 17 ára gamli Eric McGriff, sagði í samtali við fréttasíðuna TMZ í gær að líf fjölskyldunnar hefði umturnast eftir að númerið birtist á vefsíðunni í síðustu viku. Hann segir símann ekki hafa stoppað þangað til fjölskyldan greip til þess örþrifaráðs að skipta um símanúmer. „Þetta hefði kannski verið skemmtilegt ef númerið okkar hefði birst á vefsíðu söngvara sem við kunnum að meta," sagði McGriff. „En við þolum ekki Justin Bieber. Þannig að símtöl frá aðdáendum hans eru ekki það besta sem gat komið fyrir okkur." Ekki er vitað hvað vakti fyrir þeim sem birti númerið á vefsíðunni, en talið er að um einhvers konar misskilning sé að ræða þar sem enginn hefur stigið fram og viðurkennt að um hrekk sé að ræða. Aðdáendahópur Justins Bieber samanstendur að mestu af táningsstúlkum. Þær hörðustu kalla ekki allt ömmu sína og hafa reglulega komist í fréttir þegar þær hafa farið yfir strikið. Sem dæmi um það má nefna að þegar myndir af Justin Bieber og ofurskutlunni Kim Kardashian birtust á vefmiðlum fékk ungfrúin líflátshótanir, þrátt fyrir að hún hafi lýst því yfir að hann væri allt of ungur fyrir sig. Þá hafa aðdáendurnir verið duglegir við að tjá sig um samband Biebers og táningsstjörnunnar Selenu Gomez og jafnvel hótað að myrða hana fari hún ekki vel með hann.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira