Heildarkostnaður um 40 milljarðar króna 31. ágúst 2011 04:15 Lóð Nýs Landspítala verður vel tengd við stígakerfi Reykjavíkur og almenningssamgöngur. Áhersla verður lögð á að efla sjálfbæran samgöngumáta í nágrenni spítalans.mynd/nlsh Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygginguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna þetta að fullu,“ segir Gunnar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítalanum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráðakjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Byggingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímalegum sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygginga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Landspítala.“ Á næstu dögum mun forkynning á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunni www.nyrlandspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næstkomandi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygginguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna þetta að fullu,“ segir Gunnar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítalanum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráðakjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Byggingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímalegum sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygginga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Landspítala.“ Á næstu dögum mun forkynning á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunni www.nyrlandspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næstkomandi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira