Pólitísk framtíð Jóns óviss 28. nóvember 2011 06:00 Jón Bjarnason Pólitísk framtíð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra ræðst í dag á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræðst það af svörum ráðherrans hvort honum er sætt áfram í ríkisstjórninni. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir mikla óánægju í þingflokknum með það hvernig Jón hefur haldið á málum fiskveiðistjórnunar. Hann hafi ekki aðeins unnið að málinu án vitneskju þingflokksins heldur án allrar aðkomu flokksins að einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar. „Þetta er umdeilt mál og erfitt meðferðar og þarfnast þess að allir séu á bak við það þegar þar að kemur. Ráðherra hefur kosið að leita út fyrir okkar raðir án okkar vitneskju eða aðkomu. Það er ekkert að því að stofna starfshópa, en að leyna starfsfélaga sína því er allt annað mál og verra.“ Starfshópur á vegum ráðherrans hefur unnið drög að nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða sem kynnt voru ríkisstjórninni á tveimur fundum í síðustu viku. Eftir umræður þar var ákveðið að taka málið úr höndum Jóns og setja í hendur ráðherranefndar sem Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skipa. Heimildarmenn innan VG benda á að frumvarpið fari gegn ýmsum málum ríkisstjórnarinnar. Til dæmis sé hvergi í því að finna hækkun veiðileyfagjalds, en áætlanir í ríkisfjármálum til næstu ára geri ráð fyrir þeirri hækkun. Geti Jón ekki sannfært félaga sína um að rétt hafi verið staðið að málinu búast menn við að hann hverfi brátt úr ríkisstjórn. Ólíklegt sé að það verði eina breytingin á stjórninni, heldur muni menn nota tækifærið til að koma breytingum á Stjórnarráðinu í gegn sem stefnt hefur verið að. Þá getur sú staða hins vegar komið upp að stjórnin missi meirihluta á þingi, hætti Jón að styðja hana. Jón virðist þó ekki vera án bandamanna í þingflokknum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það hafa komið sér á óvart hversu margir hafi gerst stóryrtir um málið í fjölmiðlum og nefnir sérstaklega Björn Val. Hann segir Jón einungis hafa sett fram ákveðnar hugmyndir í vinnuplaggi og það sé oftúlkun að halda því fram að það sé fullbúið frumvarp. Hann telur Jóni áfram sætt í ríkisstjórn. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Pólitísk framtíð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra ræðst í dag á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræðst það af svörum ráðherrans hvort honum er sætt áfram í ríkisstjórninni. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir mikla óánægju í þingflokknum með það hvernig Jón hefur haldið á málum fiskveiðistjórnunar. Hann hafi ekki aðeins unnið að málinu án vitneskju þingflokksins heldur án allrar aðkomu flokksins að einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar. „Þetta er umdeilt mál og erfitt meðferðar og þarfnast þess að allir séu á bak við það þegar þar að kemur. Ráðherra hefur kosið að leita út fyrir okkar raðir án okkar vitneskju eða aðkomu. Það er ekkert að því að stofna starfshópa, en að leyna starfsfélaga sína því er allt annað mál og verra.“ Starfshópur á vegum ráðherrans hefur unnið drög að nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða sem kynnt voru ríkisstjórninni á tveimur fundum í síðustu viku. Eftir umræður þar var ákveðið að taka málið úr höndum Jóns og setja í hendur ráðherranefndar sem Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skipa. Heimildarmenn innan VG benda á að frumvarpið fari gegn ýmsum málum ríkisstjórnarinnar. Til dæmis sé hvergi í því að finna hækkun veiðileyfagjalds, en áætlanir í ríkisfjármálum til næstu ára geri ráð fyrir þeirri hækkun. Geti Jón ekki sannfært félaga sína um að rétt hafi verið staðið að málinu búast menn við að hann hverfi brátt úr ríkisstjórn. Ólíklegt sé að það verði eina breytingin á stjórninni, heldur muni menn nota tækifærið til að koma breytingum á Stjórnarráðinu í gegn sem stefnt hefur verið að. Þá getur sú staða hins vegar komið upp að stjórnin missi meirihluta á þingi, hætti Jón að styðja hana. Jón virðist þó ekki vera án bandamanna í þingflokknum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það hafa komið sér á óvart hversu margir hafi gerst stóryrtir um málið í fjölmiðlum og nefnir sérstaklega Björn Val. Hann segir Jón einungis hafa sett fram ákveðnar hugmyndir í vinnuplaggi og það sé oftúlkun að halda því fram að það sé fullbúið frumvarp. Hann telur Jóni áfram sætt í ríkisstjórn.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira